Æsustaðaættin
Í nokkrum köflum undir þessum lið er sagt frá Sigurði Bárðarsyni og Arnbjörgu Jónsdóttur, foreldrum Steinunnar langömmu, og börnum þeirra, öðrum en Steinunni sjálfri. Sagt verður frá systur Sigurðar og afkomendum hennar og einnig er lítillega gerð grein fyrir systkinum Arnbjargar og afkomendum þeirra. Systkini Steinunnar langömmu voru 7 sem upp komust, Bárður, Jóhannes, Margrét og Haraldur fóru til Kanada, Hólmfríður og Helga urðu eftir á Íslandi en Kristján Frímann hvarf úr sögunni en hefur líklega farið vestur til Ameríku og týnst þar eða á leiðinni. Inn í þennan kafla er fléttað aldarfarslýsingu og tilraun höfundar til að skýra lítillega þær aðstæður sem fólk ólst upp við á seinni hluta 19. aldar.