Andleysi

Andleysi

Daufan svip ber skáldaskipið núna,
tekið er að trosna og fúna.

Lítill forði af fögrum orðum skartar,
engir finnast fyrripartar.

En ég gæti ort þó skorti alla slíka
en botnana vantar bara líka.

(Janúar 1966)