Lánsbotnar
Heyrast tekur hríða raust,
halir vetri kvíða.
„Nú er komið hrímkalt haust
horfin sumarblíða.“
Viður smygls- nú -varninginn
virðar oft sig hugga.
„Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.“
Frakkir þingmenn fóru á stjá
fyrir nokkrum dögum.
„Sá er jafnan endir á
Íslendingasögum.“
Varla nokkurt verra slys
valdið tjóni gæti.
„Hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.“
Hugsa ég fátt um hjónaband,
hrundum reyni að gleyma.
„Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.“
En þótt mig vanti völd og auð
vera ætti í lagi
„að sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.“
(Október 1966)