Ástand í pólitíkinni

Ástand í pólitíkinni

Framsóknarmenn þig fala nú,
í flokkinn þig ákaft seiða
og vinur minn sæll, nú verður þú
að velja á milli leiða.

Veraldarhjól með hraða snýst,
þig heillar til íhaldsvina
en albestu leiðina ef þú kýst
með Eysteini farðu hina.

Samvinnumannasólin skín
á sorphauginn Mammons barna.
Eysteins leiðin er eflaust fín
en íhaldsmenn fylgja Bjarna.

Embættabaráttan ekki er hörð,
engan trúi ég það hrelli.
Sýslumann vantar á Siglufjörð,
sæktu um það í hvelli. 

(Nóvember 1965)