Jólasálmur

Jólasálmur

Nú styttist óðum dagur og koma skuldaskil
og skáldið fer að viðra andans garma
en bóndinn fer í húsin og hleypir ánna til
og hrútarnir í stíu sinni jarma.

Já margvísleg er þráin og margar hindranir
og margt er það sem gleður sumra hjarta
og margir eru breyskir og matargráðugir
og margir girnast líka sprundið bjarta.

En enginn skilur hjartað og enginn skilur það
að ýmsir skuli kvennahylli njóta.
En lífið það er skrýtið og Amor sífellt að
en ansi er hann mistækur að skjóta. 

(Desember 1965)