Gunnhildur Guðfinna Bjarnadóttir hafði gaman af að setja saman vísur og jafnvel kvæði en flíkaði kveðskapnum ekki mikið. Hér birtist það sem fundist hefur í stílabókum sem hún lét eftir sig en fæst af þessu hefur komið fyrir almennings sjónir.
Eftir að mamma lamaðist vorið 1968 var hennar helsta dægradvöl að skrifa. Vinstri handleggurinn var lamaður þannig að hún gat ekki haldið við pappírinn sem hún skrifaði á og þess vegna er oft erfitt að lesa skriftina. Hún lét eftir sig margar stílabækur með vísum og textum sem hún skrifaði aftur og aftur, m.a. skrifaði hún minningarorðin um Bjarna 8 sinnum nokkurn veginn orðrétt.