Raunakvæði

Raunakvæði

Nú er mitt geð sem liðið lík
og lundinni margt til baga.
Raun er að vera í Reykjavík,
það rignir hér alla daga.

Já mér finnst nú rigna meira en nóg
og marga sé á því galla
en allra verst mér þykir þó
að það skuli rigna á alla.

Ef ég gæti nú upp á grín
- einhver gerði það forðum -
breytt öllu þessu vatni í vín
með völdum blessunarorðum.

Templarar myndu finna frið
og fráleitt að blotni nokkur.
Vínið hefur jú haft þann sið
að halda sig fjarri okkur. 

(Nóvember 1965)