Búkonuvísur

Búkonuvísur

Mig langar að skrifa, mig langar að tjá
hve lífið á margskyggða fleti.
En andinn og tíminn þeir flýja mér frá,
ég fæ ekki megnað að sameina þá
og ligg svo magnvana í leti.

Andinn þá gægist á gluggann hjá mér
svo glaður og skemmtinn sig hreyfir.
Tíminn svo hraðskreiður framhjá mér fer,
í fanginu óleyst verkefni ber,
ég elti hann sem orka mín leyfir.

Og seinna þá tímanum líkar að ljá
laggóða stund og mér færa,
andinn minn snjalli er flúinn mér frá,
í fjarlægu húminu dvelur hann þá
og lætur þar lítt á sér bæra.

Og er það svo furða að ég öfundi þá
sem oft mega tímanum ráða
svo anda sinn tamið og auðgað þeir fá
svo af kemur menntunin þráða.