Dagbók Frímanns Pálmasonar 1921

Frímann í Garðshorni hélt öðru hverju dagbók, ekki samfellt og aðeins hefur varðveist dagbók hans frá fyrri hluta ársins 1921 en þá var hann 17 ára gamall. Undir þessum lið eru dagbókarfærslur hans birtar með skýringum, hver mánuður um sig. Það var siður Frímanns eins og fleiri sem héldu dagbók á þessum tíma að byrja hverja færslu á lýsingu á veðrinu. Þessum veðurlýsingum er sleppt hér og aðeins tilgreint hvað fólkið í Garðshorni hafði fyrir stafni, þ.e.a.s. hvað gert var utanhúss. 

Skýringar neðanmáls eru vefhafa.