Á þessum vef er haldið utan um efni sem tengist Garðshorni á Þelamörk en einkanlega þeim Garðshyrningum sem fæddust þar á árunum 1943 til 1954. Hér hefur verið safnað saman myndum sem tengjast bænum og þessu fólki og nánustu skyldmennum, bæði í föður- og móðurætt. Gerð er grein fyrir ábúendum á jörðinni svo lengi sem heimildir leyfa og einnig fyrir húsakosti fram undir aldamótin 2000. Hér eru líka fjölskyldumyndir vefhafans gerðar aðgengilegar börnum hans og öðrum áhugasömum hvaðanæva úr heiminum. Hér eru ennfremur nokkrar greinar eftir vefhafa, birtar og óbirtar, um efni sem tengist ekki Garðshorni sérstaklega.
Allar leiðréttingar við myndatexta eru vel þegnar.
Loks er hér Afmælisdagatalið sem Steinar Frímannsson endurnýjar árlega. Nú geta Garðshyrningar skoðað afmælisdagatalið í símanum sínum þegar mikið liggur við.