Garðshorn á Þelamörk

Garðshorn á Þelamörk á árinu 1939

Garðshyrningar kenna sig við býlið Garðshorn á Þelamörk þangað sem Steinunn Anna Sigurðardóttir og Guðmundur Sigfússon fluttu árið 1899 frá Grjótgarði í sömu sveit og með þeim fluttu börn þeirra þrjú, Pálmi, Frímann og Arnbjörg. Pálmi var þá kominn með konu, Helgu Sigríði Gunnarsdóttur, og í Garðshorni bjuggu þau til ársins 1947. Börn Pálma og Helgu og afkomendur þeirra bjuggu öll í Garðshorni lengur eða skemur til ársins 1977 og 1981 seldu þau jörðina þegar afkomendurnir gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu hvorki manndóm né löngun til að búa á ættaróðalinu. Og frekar en að láta hús og jörð drabbast niður eins og dæmi eru um á öðrum jörðum í sveitinni var ákveðið að reyna að koma jörðinni í hendur dugandi fólks. Það tókst afbragðsvel. 

Sérhver Garðshyrningur verður að kunna skil á sögu Garðshorns ef hann ætlar að standa undir nafni. Þess vegna hefur hér verið safnað saman upplýsingum um ábúendur jarðarinnar eins lengi og heimildir leyfa og um byggingar á jörðinni og breytingar á þeim á 20. öldinni til að auka öðrum Garðshyrningum leti. Þeir þurfa þá ekki sjálfir að leggjast í þá heimildavinnu sem vefhafi hefur lagt á sig til að fræðast um bæinn sem þeir geta rakið uppruna sinn til.