Vestfjarðaljóð

Vestfjarðaljóð

Í fjörðum vestra fjölbreytt er
fegurð lands og gæði
heilum sveitum björg að ber
í bú með einni flæði.

Töðugrasið grænt en smátt
er gripum besta fóður
en um fjallið himinhátt
hjarðir finna gróður.

Yndi er mest að eiga hest
og að hleypa um grundir
Hvergi finnast betri ber
en birkirunnum undir.

Eiga leiki alda og klettur
öll er þeirra sambúð köld
oft vill líka Ægir grettur
öflugt sýna skap og völd.
En fjöllin speglar fjörður sléttur
friði þrungin sumarkvöld.

Botn í Mjóafirði