Bærinn í Botni í Mjóafirði

Það er við hæfi að bænum í Botni í Mjóafirði séu gerð skil hér því að þar dvöldust þær á æskuárum mæðgurnar Friðgerður Skarphéðinsdóttir og Guðfinna Bjarnadóttir. Eflaust hafa húsakynni þó breyst á þeim 25 árum sem liðu frá því að Friðgerður fór þaðan og þangað til Guðfinna kom þangað.