Afkomendur Jónu
Hér á eftir segir nokkuð frá börnum Jónu Jónsdóttur, sem upp komust, barnsfeðrum hennar og afkomendum þeirra. Óhjákvæmilega verður umfjöllunin um Bjarna langítarlegust af því að höfundi er málið skyldast og hann hefur því lagt mesta vinnu í að kanna feril hans. Það hófst þegar kannaðir voru aðstandendur og afkomendur Friðgerðar ömmu, eiginkonu Bjarna, og æviferill hennar. Ekki má því draga þá ályktun af miklu lengri kafla um Bjarna en um hin systkinin að ævi hans hafi endilega verið viðburðaríkust. Og það skal fúslega viðurkennt að það er býsna handahófskennt hvernig mökum afkomenda Jónu eru gerð skil enn sem komið er.