Undir þessum lið birtast greinar um foreldra Gunnhildar Guðfinnu Bjarnadóttur, Friðgerði Skarphéðinsdóttur og Bjarna Bjarnason, og forfeður og formæður þeirra. Flest þetta fólk bjó við Ísafjarðardjúp, í Mjóafirði, Ögursveit, Skötufirði, Bolungarvík og Skálavík en aðstandendur og ættingjar afa Guðfinnu bjuggu margir við Dýrafjörð sunnanverðan. Sjálf fæddist Guðfinna í Bolungarvík en ólst frá 8 eða 9 ára aldri upp í Botni í Mjóafirði. 24 ára gömul fluttist hún norður í Eyjafjörð, giftist þar Frímanni Pálmasyni og eignaðist með honum 8 börn og þar endaði hún ævi sína.
Kaflinn um Barna-Betu fjallar um ömmu Friðgerðar Skarphéðinsdóttur, Elísabetu Jónsdóttur, börn hennar og afkomendur en hún eignaðist átta börn með sex mönnum en aðeins fjögur börn hennar komust upp.
Kaflinn Jónubók er um móður Bjarna Bjarnasonar, aðstandendur hennar og afkomendur. Hún eignaðist sjö börn með fjórum mönnum og af þeim komust fjögur upp.