Húsfreyjuljóð

Húsfreyjuljóð

Í íslensku þjóðlífi er flest annað en fyrr,
ekki við breytingar grátum.
Sparsemi og nýtni er sparkað á dyr
og spakmæli verða að gátum.

En húsfreyja, hvert er þitt hlutverk í dag
er hörfa þær rammfornu dyggðir
er áður fyrr sköpuðu heimilis hag
og heiðruðu íslenskar byggðir?

Og uppfóstur annast nú óskyld hjú
og allir í skóla ganga.
Þó ýmsum dvíni nú á þeim trú
og unga sé hætt að langa.